Höfundur

Ég, Sigurður Haukur Gíslason, lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1996 með stærðfræði og eðlisfræði sem valgreinar. Kenndi ég þessar greinar á unglingastigi í Snælandsskóla frá árinu 2001 fram til haustsins 2014 þegar ég var svo heppinn að fá námsleyfi.

shg mynd
Sigurður Haukur Gíslason

Í ársbyrjun 2013 hóf ég meistaranám í upplýsingatækni og miðlun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og þetta lokaverkefni til M.Ed.-prófs er lokahnykkurinn á því námi. Samhliða kennslu hef ég starfað mikið að félagsmálum kennara. Ég hef verið trúnaðarmaður kennara, verið í stjórn Félags grunnskólakennara (FG), verið í samninganefnd FG, verið formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs (KMSK) og setið í Skólanefnd Kópavogs fyrir hönd kennara í Kópavogi. Ég þekki því vel starf og vinnuumhverfi grunnskólakennara auk þess sem ég starfa nú sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni við grunnskóla Kópavogs.

Netfang: sighauk@kopavogur.is
Sími 695 5997
Vefur spjaldtölvuverkefnis Kópavogsbæjar: http://spjaldtolvur.kopavogur.is/